Kongress 2019 153 beh
Fra Frelsesarmeens kongress i 2019. • Foto: Kristianne Marøy

Velkomin á ársþing 2023

Síðast safnaðist Hjálpræðisherinn í Noregi, Íslandi og Færeyjum saman á ársþingi árið 2019. Næsta sumar gerist það aftur!

Sist oppdatert:

Hjálpræðisherinn býður meðlimum, starfsmönnum, sjálfboðaliðum og öðrum sem vilja taka þátt á stórviðburð í Nova Spektrum, Lillestrøm dagana 29. júní - 2. júlí 2023. Þetta er opinn og opinber viðburður - og allir velkomnir!

Allt frá lokum 19. aldar og fram til ársins 2019 hafa árleg þing verið haldin í Noregi. Frá og með 2020 verða þingin haldin á tveggja ára fresti, en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn árið 2021. Nú er heimurinn sem betur fer opinn aftur - og allt tilbúið til að við getum hlakkað til að hittast á þingi næsta sumar.

Fjölbreyttir viðburðir

Dagskráin er enn ekki tilbúin en markmið helgarinnar er þó á kristaltæru.

„Við viljum að þetta verði staður sem iðar af lífi og gleði, með úrvali af spennandi viðburðum að taka þátt í, góðum samverustöðum fyrir allar kynslóðir, þar sem er líka nægur tími til að sitja og spjalla saman yfir kaffibolla. Þetta verður helgi innblásturs og uppbyggingar, með gleði fyrir öll skilningarvit,“ segir Ann Pender, sviðsstjóri dagskrársviðs Hjálpræðishersins.

Skipun nýrra foringja

Fimmtudaginn 29. júní skipa kommandörarnir fjóra kadetta sem foringja á samkomu í Templet flokki. Svo ef þú ætlar að vera með á ársþinginu í Lillestrøm, komdu endilega til Oslo daginn áður til að vera með á þessum viðburði fyrir allt umdæmið.

Hagnýtar upplýsingar

Dagskrá
Upplýsingar um hver, hvað og hvar verða birtar á næstu mánuðum.

Hótel
Bókaðu endilega hótelherbergi strax!
Með samningi Hjálpræðishersins færð þú allt að 15% afslátt af gistingu hjá Thon Hotels, sem reka tvö hótel í Lillestrøm. Thon Hotel Arena er mjög nálægt Nova Spektrum, þar sem öll dagskrá fer fram. Thon Hotel Lillestrøm er í aðeins fjær en þó í göngufæri.
Fyrr afsláttarverð, skráðu þig inn á thon.no með:
Notandanafn: Frelsesarmeen
Lykilorð: TB33376

Samgöngur
Ársþingið er haldið í Nova Spektrum sem er miðsvæðis í Lillestrøm – og auðvelt er að komast þangað með lest, flugi og rútu.