dynamo-hjálpræðishersins-barna-unglingaleiðtogi-jeløy-moss

Dynamo – Íslenska

Langar þig að vinna í barna- og unglingastarfi eða kærleiksþjónustu en þarft ár til að undirbúa þig? Eða langar þig að upplifa ár með áherslu á kristna trú þar sem þú munt mæta áskorunum og kynnast bæði þér og Guði betur? Þá getur þú sótt um í Dynamo!

Dynamo veitir góða kennslu og spennandi verknám í fjölbreyttu starfi Hjálpræðishersins, með áherslu á hvernig það er að vinna sem barna- og unglingaleiðtogi eða í kærleiksþjónustu. Þú færð að reyna þig í fjölbreyttum aðstæðum, ásamt einstöku tækifæri til að sjá og verða hluti af ólíkum hlutum Hjálpræðishersins.

Dynamo er árs nám í kristinni trú og þjónustu. Námið fer aðallega fram á norsku en boðið verður upp á aðstoð fyrir þau sem ekki tala tungumálið.

Inntökukröfur: Hæfni til náms, sveinsbréf eða stúdentspróf. Það er einnig mögulegt að sækja um á grunni raunfærni ef þú ert að minnsta kosti 19 ára á árinu sem sótt er um.

Einstaklingsbundið mat fer fram um hvern og einn, byggt á meðmælum og þeim upplýsingum sem fram koma í umsókninni, með það í huga að hópurinn mun þurfa að búa, læra og ferðast saman í heilt ár.

Tonje madeleine ringvold
–Ég hlakka mikið til að byrja Dynamo árið, segir Tonje.

Hefur þú áhuga á að vera með í Dynamo? Fylltu út eyðublaðið, svo höfum við samband!

dd/mm/áááá

Hefur þú fleiri spurningar?

Sendu tölvupóst til Tonje Ringvold, teymisstjóra, á tonje.ringvold@frelsesarmeen.no. Símanúmer +47 970 08 166.

Bilde av diverse bygninger på Jeløy, Ute og inne
Bilde av diverse bygninger på Jeløy, Ute og inne
Bilde av diverse bygninger på Jeløy, Ute og inne
Bilde av diverse bygninger på Jeløy, Ute og inne
Teymið mun hafa höfuðstöðvar í húsnæði Hjálpræðishersins á fallega Jelöy! Kennslan fer meðal annars fram í sögufræga húsinu Framnes. Þaðan er stutt á ströndina, að vatni og frábærum útivistarsvæðum. (Mynd: Ranveig Nordgaard)
Dynamo-logo på islandsk i rødt med gress og sol som bakgrunn.