Dynamo – Íslenska
Langar þig að vinna í barna- og unglingastarfi eða kærleiksþjónustu en þarft ár til að undirbúa þig? Eða langar þig að upplifa ár með áherslu á kristna trú þar sem þú munt mæta áskorunum og kynnast bæði þér og Guði betur? Þá getur þú sótt um í Dynamo!
Dynamo veitir góða kennslu og spennandi verknám í fjölbreyttu starfi Hjálpræðishersins, með áherslu á hvernig það er að vinna sem barna- og unglingaleiðtogi eða í kærleiksþjónustu. Þú færð að reyna þig í fjölbreyttum aðstæðum, ásamt einstöku tækifæri til að sjá og verða hluti af ólíkum hlutum Hjálpræðishersins.
Dynamo er árs nám í kristinni trú og þjónustu. Námið fer aðallega fram á norsku en boðið verður upp á aðstoð fyrir þau sem ekki tala tungumálið.
Inntökukröfur: Hæfni til náms, sveinsbréf eða stúdentspróf. Það er einnig mögulegt að sækja um á grunni raunfærni ef þú ert að minnsta kosti 19 ára á árinu sem sótt er um.
Einstaklingsbundið mat fer fram um hvern og einn, byggt á meðmælum og þeim upplýsingum sem fram koma í umsókninni, með það í huga að hópurinn mun þurfa að búa, læra og ferðast saman í heilt ár.
Hefur þú áhuga á að vera með í Dynamo? Fylltu út eyðublaðið, svo höfum við samband!
Hefur þú fleiri spurningar?
Sendu tölvupóst til Tonje Ringvold, teymisstjóra, á tonje.ringvold@frelsesarmeen.no. Símanúmer +47 970 08 166.